Annar tveggja manna, sem voru í lítilli flugvél sem leitað var að í dag, var látinn þegar vélin fannst fyrr í kvöld. Hinn var fluttur slasaður með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Fram kemur í tilkynningunni að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi fundið flugvélina um klukkan 20.30 við Gíslahnjúk innarlega í Barkárdal inn af Hörgárdal. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um ástand hins slasaða. Ennfremur segir að rannsókn málsins standi yfir og því ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um málið að svo komnu.
Fréttir mbl.is:
Hefja leit að lítilli flugvél