Flugvélin fundin

Sjúkraflugvélin á Reykjavíkurflugvelli í kvöld.
Sjúkraflugvélin á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. mbl.is

Björgunarsveitir, sem tekið hafa þátt í leit að lítilli flugvél í dag, hafa verið kallaðar til baka í kjölfar þess að vélin fannst. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni fannst flugvélin í Barkárdal inn af Hörgárdal skammt frá Akureyri.

Flugvélin átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:20 samkvæmt áætlun en gerði það ekki. Tveir voru um borð í vélinni. Í kjölfarið hófst víðtæk leit að henni með þátttöku um 200 björgunarsveitarmanna á Norður-, Suður- og Vesturlandi. Þá tóku báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni.

Uppfært 21:19:

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu fannst flugvélin á Tröllaskaga á níunda tímanum í kvöld og er verið að flytja mennina á sjúkrahús.

Uppfært 22:25:

Sjúkraflugvél sem flutti mennina frá Akureyri er lent á Reykjavíkurflugvelli. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mennina á Akureyri af slysstað fyrr í kvöld.

Fréttir mbl.is:

Víðtæk leit að flugvélinni

Hefja leit að lít­illi flug­vél

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert