Formaður Bjartrar framtíðar, Guðmundur Steingrímsson, hlýtur að þurfa að íhuga stöðu sína sem og flokkurinn í heild. Þetta kom fram í máli S. Björns Blöndals, oddvita Bjartrar framtíðar í Reykjavík, í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
Fylgi Bjartrar framtíðar hefur fallið hratt undanfarna mánuði samkvæmt skoðanakönnunum og mældist einungis 4,4% í nýjustu könnun MMR fyrr í þessum mánuði, en 5% þarf til að ná fulltrúum inn á Alþingi. Flokkurinn fékk 8% fylgi í síðustu kosningum en hæst fór fylgi hans yfir 20% samkvæmt skoðanakönnunum á yfirstandandi kjörtímabili.
Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður Bjartrar framtíðar og fyrrverandi stjórnarformaður flokksins, sagðist í gær aðspurð í útvarpsþættinum Vikulokin á Rás 1 reiðubúin að taka við formennsku innan hans ef vilji væri fyrir því. Gagnrýndi hún Guðmund og sagði hann hafa fengið nægt svigrúm til þess að sanna sig sem formaður.
Fréttir mbl.is:
Tilbúin að taka við Bjartri framtíð