Hefja leit að lítilli flugvél

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Leit er hafin að lítilli flugvél sem átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:20 í dag en ekkert hefur spurst til. Flugvélin var á leið frá Akureyri og lagði af stað þaðan um klukkan tvö. Tveir menn eru um borð í vélinni samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra.

Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra var ræst klukkan 17:06 vegna málsins. Verið er að kalla út björgunarsveitir á Norður-, Suður- og Vesturlandi til leitar. Landhelgisgæslan staðfesti í samtali við mbl.is að báðar þyrlur hennar hefðu verið kallaðar út vegna leitarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert