Búið er að flytja flugvélina sem brotlenti í Barkárdal í Hörgársveit niður úr fjallinu Gíslahnúk, en hún var flutt í nokkrum hlutum með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þetta staðfestir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.
Hlutarnir voru settir á flutningabíl og verða þeir keyrðir til Reykjavíkur þar sem Rannsóknanefnd samgönguslysa mun rannsaka tildrög slyssins betur.
Um tíu manns voru á jörðu niðri rannsóknarnefndinni, lögreglunni og björgunarsveitum, auk áhafnar þyrlunnar í lofti.