Líðan Arngríms stöðug

Arngrímur hefur verið flugstjóri til margra ára.
Arngrímur hefur verið flugstjóri til margra ára. Mynd/Ómar Óskarsson

Líðan Arngríms Jóhannssonar er stöðug eftir atvikum, en hann hlaut alvarlega brunaáverka í flugslysinu sem varð í gærkvöldi innarlega í Barkárdal á Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldi Arngríms, en þar er einnig óskað eftir að honum sé veitt næði til að ná nauðsynlegum bata.

Tveir menn voru í vélinni, en þeir lögðu af stað frá Ak­ur­eyri klukk­an tvö eft­ir há­degi í gær og var lend­ing flug­vél­ar­inn­ar áætluð á Kefla­vík­ur­flug­velli klukk­an 16.20. Sam­hæf­ing­ar­stöð rík­is­lög­reglu­stjóra var svo ræst klukk­an 17.06 eft­ir að ljóst varð að flug­vél­in hafði ekki skilað sér til Kefla­vík­ur. Tilkynnt var í gærkvöldi að hinn maðurinn hafi látist á vettvangi.

Arn­grím­ur er fyrr­ver­andi for­stjóri flug­fé­lags­ins Atlanta og flug­stjóri. Maður­inn sem lést er er­lend­ur en ekki er hægt að gefa upp nafn hans að svo stöddu. Var hann lát­inn þegar flug­vél­in fannst.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar fann vél­ina um klukk­an 20.30 í gær­kvöldi inn­ar­lega í Bar­kár­dal við Gíslahnúk. Erfitt var að kom­ast að flak­inu og er það aðeins aðgengi­legt með hjálp þyrlu. Sigu stýri­maður og lækn­ir úr þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar að flak­inu til að kom­ast að mönn­un­um.

Arn­grím­ur var flutt­ur með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar til Ak­ur­eyr­ar og þaðan með sjúkra­flug­vél til Reykja­vík­ur. 

Tilkynning fjölskyldu Arngríms má lesa í heild hér að neðan:

Við viljum koma á framfæri kæru þakklæti til lögreglu, Landhelgisgæslunnar og þeirra fjölmörgu björgunarsveita Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem komu að leit og björgun Arngríms. Hann dvelur nú á gjörgæsludeild Landspítala. Líðan hans er stöðug eftir atvikum en hann hlaut alvarlega brunaáverka.

Fjölmiðlar hafa verið nokkuð ágengir um nýjar upplýsingar um líðan Arngríms.  Við biðjum þá um að sýna okkur tillitsemi á þessum erfiða tíma og að Arngrími sé veitt það næði sem nauðsynlegt er til að hann nái bata.

Að lokum viljum við koma á framfæri kæru þakklæti fyrir þá góðu ummönnun sem hann hefur fengið á Landspítala og allar hlýjar kveðjur frá bæði vinum og ættingjum.

Beaver flugvélin sem flogið var.
Beaver flugvélin sem flogið var. Mynd/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert