Starfsmenn ISAL afboða verkfall

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Samninganefnd verkalýðsfélaga starfsmanna ISAL hefur tilkynnt um afboðun boðaðs allsherjarverkfalls sem koma átti til framkvæmda 1. september 2015. Þetta kemur fram í samþykkt sem samninganefndin lagði fram hjá ríkissáttasemjara í gær.

Fram kemur í tilkynningu til fjölmiðla, að þessi ákvörðun sé tekin vegna ítrekaðra fullyrðinga stjórnenda Rio Tinto Alcan á Íslandi, að komi til allsherjarverkfalls leiði það til lokunar fyrirtækisins, einnig til að fyrirbyggja að stjórnendur RTA geti notað samingaviðræður til þess.

„Samninganefndin leggur áherslu á að tilgangur og markmið aðgerðanna er að ná samningum um bætt kjör starfsmanna en ekki lokun fyrirtækisins.

Með þessu vill samninganefndin skapa umhverfi til þess að fá viðsemjendur okkar að samningsborðinu til raunhæfra viðræðna um bætt kjör starfsfólks ISAL,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert