Félagsfundi Bjartrar framtíðar sem haldinn var í Snarfarasalnum í kvöld lauk rétt í þessu, en samkvæmt tilkynningu var hann tilfinningaríkur og hreinskiptinn. Segir þar að flokksmenn ætli að taka sér nokkra daga til að skoða tillögu um breytt skipulag, sem talsvert hefur verið í umræðunni eftir að formaður flokksins, Guðmundur Steingrímsson, lagði til breytingar á mánudaginn.
Unnsteinn Jóhannsson, upplýsingafulltrúi flokksins, sagði í samtali við mbl.is nú í kvöld að minnst hefði verið rætt um þessa tillögu á fundinum, en margt annað verið á dagskrá. Hann vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um það sem fram kom á fundinum og sagði að næstu daga yrði unnið nánar í tillögunni um breytt skipulag en annars óskaði hann eftir að félagsmenn fengju svigrúm til að hvíla sig.