Leið á að tala alltaf á Facebook

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, vill breyta því hvernig valið …
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, vill breyta því hvernig valið verður í forystu flokksins. mbl.is/Eggert

Fund­ur Bjartr­ar framtíðar sem hald­inn var í gær­kvöldi var viðbragð við því að marg­ir inn­an flokks­ins voru orðnir leiðir á því að tala á Face­book, að sögn Guðmund­ar Stein­gríms­son­ar, for­manns flokks­ins. Hann seg­ir breyt­ing­ar á flokks­starf­inu ekki hafa verið til umræðu á fund­in­um.

Flokk­ur­inn hef­ur virst vera í til­vist­ar­kreppu eft­ir slakt gengi í skoðana­könn­un­um und­an­farið. Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, varaþingmaður flokks­ins og fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður hans, lýsti því yfir um síðustu helgi að hún væri til­bú­in að taka við for­mennsk­unni ef vilji væri fyr­ir því.

Sjálf­ur viðraði Guðmund­ur hug­mynd­ir um breyt­ing­ar á skipu­lagi flokks­ins í færslu á Face­book-síðu sinni á mánu­dag, meðal ann­ars að embætti inn­an hans yrðu lát­in ganga á milli flokks­manna. Þannig yrði hann sjálf­ur ekki leng­ur formaður nema þegar röðin kæmi að hon­um.

Þess­ar hug­mynd­ir voru hins veg­ar ekki til sér­stakr­ar umræðu á fund­in­um, að sögn Guðmund­ar, en hann sóttu stjórn­ar­menn og fólk af fram­boðslist­um Bjartr­ar framtíðar sem vinna meðal ann­ars sam­an í gegn­um lokaðan hóp á Face­book.

„Þetta var bara hrein­skiptið og gott spjall eins og ger­ist jafn­an hjá okk­ur. Þetta var í raun og veru bara viðbragð við því að marg­ir voru orðnir leiðir á því að tala alltaf sam­an á Face­book. Stund­um gríp­ur mjög marga þörf til þess að hitt­ast frek­ar. Það er bara mjög sniðug hug­mynd sem ég mæli með,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hitt­ing­ar bæði í net- og kjöt­heim­um

Næst á dag­skrá flokks­ins er árs­fund­ur sem fer fram í Reykja­nes­bæ laug­ar­dag­inn 5. sept­em­ber. Guðmund­ur seg­ir að til­lag­an sem hann nefndi um breyt­ing­ar á skipu­lagi flokks­starfs­ins verði lögð fyr­ir árs­fund­inn. Til­lag­an sé ekki hans í sjálfu sér held­ur hafi hún sprottið upp á meðal flokks­manna.

„Það er bara mjög mikið að gera þangað til hann verður og þarf ör­ugg­lega marga og alls kon­ar hitt­inga, bæði í net- og kjöt­heim­um,“ seg­ir Guðmund­ur spurður að því hvað ger­ist í mál­efn­um flokks­ins fram að að árs­fund­in­um.

Fyrri frétt­ir mbl.is:

Til­finn­inga­rík­ur fund­ur Bjartr­ar framtíðar

Vill ekki taka þátt í for­mannsslag

Til­bú­in að taka við Bjartri framtíð

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert