Rafhjólar frá Akureyri til Reykjavíkur

Ómar Ragnarsson leggur af stað frá Akureyri á morgun.
Ómar Ragnarsson leggur af stað frá Akureyri á morgun. mbl.is/Sigurður Bogi

Ómar Ragnarsson ætlar að setja Íslandsmet á morgun þegar hann stefnir á að fara lengstu vegalengd sem rafknúið hjól hefur farið á einni hleðslu. Hann ætlar að fara á hjólinu frá Akureyri til Reykjavíkur. „Ég legg allavega af stað frá Akureyri og fyrsta markmiðið er að setja Íslandsmet í vegalengd sem rafhjól hefur farið á einni hleðslu,“ segir Ómar við mbl.is.

„Síðan er þetta spurning um hvað rafhjól hefur komist lengst í einni ferð á eigin rafmagni, það er markmið númer tvö. Þriðja markmið er að athuga hversu langt maður kemst án þess að skipta um rafgeymi á einum sólarhring. Fjórða markmiðið er að þetta verði fyrsta rafhjólið sem fer milli Akureyrar og Reykjavíkur.“

Ómar segir fimmta markmiðið vera það stærsta. „Það er að sýna fram á að þetta er langódýrasti möguleikinn í orkukostnaði. Við Íslendingar höfum einstæða aðstöðu til að vera í fararbroddi í þessum málum.“

Verkefnið nefnist Orkuskipti en undirbúningur ferðalagsins hefur tekið hálft ár. Hjólað verður á rafknúna reiðhjólinu Sörla sem Gísli Sigurgeirsson rafeindavirki á og hefur útbúið. Ómar fór tilraunaferð í júlí en þá ofhitnaði mótorinn í Bakkaselsbrekku. „Gísli er búinn að setja fleiri gíra á hjólið núna þannig að Bakkaselsbrekkan á að vera leikur einn.“

Ómar segir að væntanlegt afmæli hafi kveikt í honum en hann verður 75 ára í september. „Hvað getur maður gert til að kvitta fyrir að eiga þessi tímamót? Það hefur kveikt í manni smá afl að gefast ekki upp.“

Ómar segist vera örlítið lúnari í dag en þegar hann hjólaði langa vegalengd þegar hann var 15 ára gamall. „Þá setti ég mér það markmið að hjóla 150 kílómetra á sjö og hálfum tíma eftir þjóðvegunum, og tókst það. Sú hjólaferð var mun erfiðari en ég er aumari núna.

Ætlunin er að "Aðgerðin Orkuskipti", hjólaleiðangur fyrir rafafli eingöngu frá Akureyri áleiðis til Reykjavíkur, hefjist...

Posted by Omar Ragnarsson on Sunday, August 16, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert