Gáfu sig fram við lögreglu

Þessi mynd er meðal þeirra sem mennirnir hafa birt frá …
Þessi mynd er meðal þeirra sem mennirnir hafa birt frá ferðinni um Ísland. Eins og sjá má eru mennirnir á ferð utanvega. Ljósmynd/www.operation-ragnarok.co.uk

Skosku karlmennirnir sem ferðast hafa um hálendið á breyttum fjallatrukk hafa gefið sig fram við lögreglu eftir að lögreglan hóf rannsókn á akstri þeirra. Þeir sögðust meðal annars í færslu á Facebook hafa stolist 12 km leið upp á mitt Holuhraun.

Þetta kemur fram á vef Rúv. Þar segir að mennirnir hafi játað brot sín og séu tilbúnir til þess að greiða sektina. Lögreglan rannsakaði málið í samstarfi við landverði hjá Vatnajökulsþjóðgarði og vakthafandi lögreglumenn voru í dag uppi í Dreka til að skoða vegsummerki eftir mennina. 

Sjá frétt mbl.is: Kanna utanvegaakstur hermanna

Í færslu sem mennirnir birtu í gærkvöldi sögðust þeir ætla að aka hættulegasta veg landsins, sem þeir segja vera Svalvogaveg á Vestfjörðum. 

Haft var eftir Aðalsteini Júlíussyni, lögregluvarðstjóra á Húsavík á mbl.is í dag,að umferð á umræddu svæði sem mennirnir státa sig af að hafa ekið sé bönnuð og að mennirnir hafi verið á lokuðu svæði. Þetta falli undir lög um náttúruvernd og fari eftir eðli og alvarleika brots. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert