Selskópar eigi sér afkomu von

Selskópur slapp út úr Húsdýragarðinum og ráfaði þaðan um tvo …
Selskópur slapp út úr Húsdýragarðinum og ráfaði þaðan um tvo kílómetra inn á tjaldsvæði í Laugardal. mbl.is/Eggert

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar tekur undir beiðni Fjölskyldu- og húsdýragarðsins til atvinnuvegaráðuneytisins um að hægt verði að veita undanþágu til að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum út í náttúruna. Fjallað var um mál selskópsins sem strauk úr garðinum á fundi nefndarinnar.

Tómas Ó. Guðjónsson, forstöðumaður garðsins, kom á fund ráðsins á föstudag og skilaði greinargerð um strok selskópsins sem var lógað eftir að hann hafði verið handsamaður á tjaldsvæðinu í Laugardal í byrjun þessa mánaðar.

Í bókun ráðsins kemur fram að það taki undir beiðni garðsins um að hægt verði að veita undanþágur frá 23. grein laga um dýravernd sem kveður á um að óheimilt sé að sleppa dýrum sem alast upp hjá mönnum út í náttúruna.

„Engin faglegur ágreiningur ríkir um að selkópar eigi vissulega afkomu von þegar þeim er sleppt,“ segir í bókun íþrótta- og tómstundaráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert