Ómar Ragnarsson mun ljúka 430 kílómetra ferð sinni frá Akureyri til Reykjavíkur á rafhjóli klukkan 17:00 við BSÍ í dag.
Þar verða birtar tölur um raforkuna sem eytt var og hvað hún kostaði.
Helstu aðrar niðurstöður ferðarinnar eru þessar, samkvæmt tilkynningu frá Ómari:
Klukkan 00:30 í nótt kom rafhjólið Sörli inn fyrir mörk Reykjavíkur.
Tími frá Ráðhústorgi á Akureyri: Einn sólarhringur og 15 og hálf klukkustund.
Kl. 03:00 kom Ómar að heimili sínu í Grafarvogshverfi í Reykjavík. Tími frá Ráðhústorgi á Akureyri: Einn sólarhringur og 18 klukkustundir.
Önnur atriði:
Lengsta vegalengd sem rafhjól hefur farið hér á landi eingöngu fyrir eigin afli án þess að skipta út rafgeymum: 159 kílómetrar.
Lengsta vegalengdin á einum sólarhring: 209 kílómetrar.
Lengsta ferðin fram að þessu: 430 kílómetrar, þegar hjólið rennur inn að BSÍ. Þetta er í yrsta sinn sem rafhjól fer eingöngu fyrir eigin afli án þess að skipta út rafgeymum milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Frétt mbl.is: Ómar á undan áætlun