Úrskurðaður í farbann

Talið er að hælisleitandinn hafi smitað konur af HIV.
Talið er að hælisleitandinn hafi smitað konur af HIV. Ljósmynd/Pressphoto

Maður sem er grunaður um að hafa smitaðar konur af HIV var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í gær. Hann var úrskurðaður í fjögurra vikna farbann af héraðsdómara.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns og yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þótti ekki ástæða til þess að fara fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum. Rannsókn málsins gangi ágætlega en unnið er að málinu í samvinnu lögreglu og landlæknisembættisins.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í júlí en hann er grunaður um að hafa smitað konur hér á landi af HIV.

Samkvæmt frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 24. júlí sl. hafa tvær kon­ur greinst með HIV og á ann­an tug kvenna farið í grein­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert