Úrskurðaður í farbann

Talið er að hælisleitandinn hafi smitað konur af HIV.
Talið er að hælisleitandinn hafi smitað konur af HIV. Ljósmynd/Pressphoto

Maður sem er grunaður um að hafa smitaðar kon­ur af HIV var lát­inn laus úr gæslu­v­arðhaldi í gær. Hann var úr­sk­urðaður í fjög­urra vikna far­bann af héraðsdóm­ara.

Að sögn Friðriks Smára Björg­vins­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns og yf­ir­manns rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, þótti ekki ástæða til þess að fara fram á lengra gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um. Rann­sókn máls­ins gangi ágæt­lega en unnið er að mál­inu í sam­vinnu lög­reglu og land­læknisembætt­is­ins.

Maður­inn var úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald í júlí en hann er grunaður um að hafa smitað kon­ur hér á landi af HIV.

Sam­kvæmt frétt sem birt­ist í Morg­un­blaðinu þann 24. júlí sl. hafa tvær kon­ur greinst með HIV og á ann­an tug kvenna farið í grein­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert