DV sleppur við að greiða sekt

mbl.is/Sverrir

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að banna DV ehf. að birta fullyrðinguna „frítt“ og „í kaupbæti“ í auglýsingum dagblaðsins á áskriftarleið með iPad spjaldtölvu. Hins vegar felldi nefndin 300 þúsund króna stjórnvaldssekt úr gildi.

Neytendastofa taldi að kostnaður vegna iPad spjaldtölvunarinnar í áskriftarleið DV væri innifalin í verði áskriftar og því hvorki frí né í kaupbæti. Var DV ehf. bannað að viðhafa viðskiptahættina og gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 300.000 krónur. DV kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála og taldi hana byggða á misskilningi.

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu að öðru leyti en því að stjórnvaldssektin var felld úr gildi.

Áfrýjunarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að DV hefði brotið lög með auglýsingum sínum, en að brotin væri ekki eins ámælisverð og lagt er til grundvallar í úrskurði Neytendastofu.

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Frétt mbl.is: Banna auglýsingar DV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert