Verið er að vinna úr ábendingum sem borist hafa vegna líkfundarins í Laxárdal í nesjum síðastliðinn þriðjudag og hefur lögreglan meðal annars verið haft samband við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Segir þar að réttarkrufning hafi farið fram og er réttarlæknir að vinna úr niðurstöðum hennar.
Sjá frétt mbl.is: „Fólk er með allskonar hugmyndir“
Enn fremur segir að upplýst verði um gang rannsóknarinnar eftir því sem henni miði áfram en nokkurn tíma gæti tekið að fá staðfest auðkenni þannig að unnt sé að bera kennsl á hinn látna.
Sjá frétt mbl.is: Líkfundur í Laxárdal
Sjá frétt mbl.is: Hafa ekki borið kennsl á líkið