Klukkan átta í kvöld hefst dagskrá menningarnætur á Arnarhóli og stendur til klukkan 23 þegar flugeldasýningin hefst. Á meðal þeirra sem munu troða upp á Arnarhóli eru rapparinn Gísli Pálmi, Amabadama, Stuðmenn og Dimma. Verður dagskráin í beinni útsendingu á RÚV og Rás 2.
Dagskrá hátíðarinnar hefur verið stíf í dag eftir að hátíðin var sett klukkan 13 á Austurvelli. Í þingholtunum var vöfflukaffi frá klukkan 1-16, Garðpartý Bylgjunnar hófst klukkan 16 og stendur til klukkan 22:30 í kvöld, í Hörpu hefur einnig verið dagskrá frá klukkan 13 þar sem meðal annars Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt tvenna tónleika og Ari Eldjárn steig á svið.
Veðurspáin í kvöld gerir ráð fyrir einhverri úrkomu og er því tilvalið að kippa með sér regnhlíf.
Dagurinn hefur verið viðburðarríkur þar sem margir tóku daginn snemma og hlupu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þátttökumet þar var slegið og er gert ráð fyrir að um 15 þúsund manns hafi hlaupið.
Sjá dagskrá kvöldins hér.