Ókyrrð meðal kennara vegna gæslu nemenda

Skólarnir eru óðum að byrja haustönn en nokkurs ósættis gætir …
Skólarnir eru óðum að byrja haustönn en nokkurs ósættis gætir meðal grunnskólakennara um fyrirkomulag gæslu nemenda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkuð hefur borið á óánægju meðal grunnskólakennara með að ekki verði greitt sérstaklega fyrir gæslu þeirra á nemendum í frímínútum í öllum tilvikum eins og tíðkast hefur, heldur sé hluta af starfsskyldum um að ræða sem ekki sé greitt aukalega fyrir.

Í nýlegum kjarasamningum grunnskólakennara er starfsskyldum þeirra skipt í þrjá liði: A, B og C. Undir A-lið falla kennsla og undirbúningur og úrvinnsla tengd henni og undir C-lið falla sérstök verkefni sem falin eru kennaranum.

Önnur störf kennara, þar á meðal gæsla, falla almennt undir B-lið vinnumats. Því er skólastjórnendum nú heimilt að skilgreina gæsluna sem hluta af vinnuskyldu kennara. Greitt verður þó áfram fyrir gæslu í kaffitímum kennara og í yfirvinnu sem slíka, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert