Brynhildur íhugar framboð

Brynhildur Pétursdóttir.
Brynhildur Pétursdóttir. Ljósmynd/Hordur Sveinsson

Bryn­hild­ur Pét­urs­dótt­ir, þing­kona Bjartr­ar framtíðar, seg­ist nú íhuga hvort hún gefi kost á sér í for­ystu­sveit flokks­ins á árs­fundi hans í næsta mánuði. Heiða Krist­ín Helga­dótt­ir, einn af stofn­end­um flokks­ins, hef­ur hvatt hana til þess að bjóða sig fram í for­manns­kjör­inu.

Bryn­hild­ur seg­ist í sam­tali við mbl.is ekki hafa tekið neina ákvörðun um mögu­legt fram­boð. Hún seg­ist þó vera opin fyr­ir því að gefa kost á sér og bend­ir á að kosið verði um þrjú embætti á fund­in­um, formann, stjórn­ar­formann og þing­flokks­formann.

„Það er allt opið, get­um við sagt. Mér finnst þetta verða að koma í ljós. Við mun­um finna lausn á þessu.“

Bryn­hild­ur seg­ist vera spennt fyr­ir hug­mynd­inni um að skipt verði reglu­lega um fólk í embætt­um og stjórn flokks­ins. „Við mun­um skoða það al­var­lega að hafa ein­hvers kon­ar róter­inga­kerfi til þess að taka fókus­inn af þess­um embætt­um og deila ábyrgðinni. Það skipt­ir máli hvernig sú til­laga fer á þing­inu. Ég sé ekki fyr­ir mér að við séum að fara að kjósa formann til næstu tíu ára, svona eins og gæti verið hjá hefðbundn­um flokki,“ seg­ir hún.

Heiða Krist­ín sagðist í morg­un ekki ætla að gefa kost á sér í for­manns­kjöri Bjartr­ar framtíðar. Hún mun taka sæti á Alþingi í haust sem varaþingmaður Bjart­ar Ólafs­dótt­ur.

Leit stend­ur yfir að arf­tök­um for­manns og þing­flokks­for­manns flokks­ins eft­ir að þeir báðir, Guðmund­ur Stein­gríms­son og Ró­bert Mars­hall, til­kynntu að þeir myndu láta af embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert