Grímsstaðir á Fjöllum enn til sölu

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.

Eigendur Grímsstaða á Fjöllum leita enn kaupanda að jarðareigninni.

Tilraunir kínverska fjárfestisins og ljóðskáldsins Huang Nubo til þess að kaupa jörðina fóru út um þúfur um árið og hefur jörðin verið auglýst til sölu á Evrópska efnahagssvæðinu undanfarið.

Í Morgunblaðinu í dag dag segir Jóhannes Haukur Hauksson, einn eigenda jarðarinnar, ekkert að gerast í sölumálum um þessar mundir. Ýmsir aðilar, innlendir sem erlendir, hafi grennslast fyrir um eignina og haft áhuga á henni í gegnum tíðina en nýir hafi ekki bæst við nýlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka