Drengurinn fundinn

Hekla.
Hekla. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Dreng­ur­inn sem leitað var að við Heklu í kvöld er kom­inn í leit­irn­ar.

Hann varð viðskila við móður sína og syst­ur um klukk­an 14 og villt­ist í kjöl­farið. Hann var í síma­sam­bandi við björg­un­ar­sveit­ir tví­veg­is í gær og skipt­ist á skila­boðum við þær en svo virðist sem sími hans hafi orðið raf­magns­laus með kvöld­inu.

Frétt mbl.is: 15 ára, ramm­villt­ur og hrædd­ur.

Hann var orðinn ramm­villt­ur og gat ekki gert grein fyr­ir staðsetn­ingu sinni svo að hægt væri að staðsetja hann nán­ar. Til­raun­ir til þess að senda skila­boð í síma hans sem gefa sjálf­virkt upp staðsetn­ingu reynd­ust ár­ang­urs­laus­ar.

Hann fannst heill á húfi á fjall­inu um klukk­an ell­efu í gær­kvöld eft­ir tals­verða leit. Um sjö­tíu manns komu að leit­inni, en kallaðar voru út björg­un­ar­sveit­ir frá Hellu, Hvols­velli og Árnes­sýslu auk hunda­sveit­ar og þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar var einnig verið kölluð til.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert