Drengurinn fundinn

Hekla.
Hekla. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Drengurinn sem leitað var að við Heklu í kvöld er kominn í leitirnar.

Hann varð viðskila við móður sína og systur um klukkan 14 og villtist í kjölfarið. Hann var í símasambandi við björgunarsveitir tvívegis í gær og skiptist á skilaboðum við þær en svo virðist sem sími hans hafi orðið rafmagnslaus með kvöldinu.

Frétt mbl.is: 15 ára, rammvilltur og hræddur.

Hann var orðinn rammvilltur og gat ekki gert grein fyrir staðsetningu sinni svo að hægt væri að staðsetja hann nánar. Tilraunir til þess að senda skilaboð í síma hans sem gefa sjálfvirkt upp staðsetningu reyndust árangurslausar.

Hann fannst heill á húfi á fjallinu um klukkan ellefu í gærkvöld eftir talsverða leit. Um sjötíu manns komu að leitinni, en kallaðar voru út björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og Árnessýslu auk hundasveitar og þyrlu Landhelgisgæslunnar var einnig verið kölluð til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert