Hörkukona á 236 kg mótorhjóli

Lögreglukonan Inga Birna Erlingsdóttir er hörkutól t.a.m. fer hún létt með að reisa 236 kg BMW-mótorhjólið við sem hún mun keppa á í S-Afríku innan skamms. Hún var valin úr hópi 119 umsækjenda til að keppa í undankeppninni sem fer fram í S-Afríku en úrslitin verða svo haldin í Tælandi í byrjun næsta árs. 

mbl.is hitti Ingu Birnu á æfingasvæðinu í gær þar sem hún eyðir nú öllum stundum enda þarf að vera í góðu formi til að geta hjólað 400-500 km á dag í krefjandi aðstæðum.

Í GS bik­arn­um keppa þriggja manna lið frá öll­um heims­horn­um í ýms­um þraut­um yfir marga daga á R 1200 GS mótor­hjól­um frá BMW. Hingað til hafa eng­ar kon­ur kom­ist í gegn­um for­keppn­irn­ar sem haldn­ar eru í heima­lönd­um kepp­enda og ákvað BMW því að setja sam­an alþjóðlegt kvennalið til að sýna fram á að sportið sé ekki ein­ung­is fyr­ir karla.

Inga Birna er að láta langþráðan draum rætast með því að taka þátt í GS Bikarnum en hún er einstæð móðir og varð í maí fyrsta kon­an til að starfa í um­ferðardeild lög­regl­unn­ar í sjö ár þar sem hún sinnir skyldum sínum á stærðarinnar mótorhjóli sem vegur 340 kg! 

Sjá fyrri frétt mbl.is: Í afreksúrtak mótorhjólakvenna

Hægt er að fylgjast með ferlinu hjá Ingu Birnu á vefnum http://www.myridemygs.com/ og á facebook.

Inga Birna fer á námskeið hjá Off Road Skills í Wales áður en hún heldur til Suður Afríku þann 9. september 

. En áhugasamir geta einnig farið á námskeið hjá skólanum hér á landi dagana


 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert