Sigurður játar kynferðisbrot

Sigurður Ingi Þórðarson er betur þekktur sem Siggi hakkari.
Sigurður Ingi Þórðarson er betur þekktur sem Siggi hakkari. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurður Ingi Þórðarson játaði við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjaness í morgun að hafa brotið kynferðislega gegn níu piltum. 

Þetta staðfestir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi Sigurðar, og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir saksóknari í samtali við mbl.is. 

Ríkissaksóknari ákærði Sigurð Inga, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, fyrir kynferðisbrot gegn piltunum.

Engin aðalmeðferð mun fara fram í málinu þar sem játning liggur fyrir. Málið hefur því verið dómtekið og á dómur að liggja fyrir innan fjögurra vikna.

Sigurður Ingi var úrskurðaður í gæsluvarðhald í fyrra, en í gæsluvarðhaldsúrskurðinum, sem var kveðinn upp í Hæsta­rétti þann 5. nóv­em­ber síðastliðinn, kom fram að lög­regl­an væri að rannsaka meint brot hans gegn ellefu drengj­um. Munu brot­in gegn drengj­un­um varða þau ákvæði hegn­ing­ar­laga er snúa að sam­ræði við börn und­ir fimmtán ára aldri, tæl­ingu barna til sam­ræðis og fé­greiðslu fyr­ir vændi og vændi barns. 

Tvö þess­ara meintu brota leiddu ekki til ákæru.

Þá var hann á síðasta ári dæmdur í tveggja ára fang­elsi, meðal ann­ars fyr­ir fjár­svik. Áður hef­ur hann einnig verið dæmd­ur fyr­ir að hafa tælt sautján ára dreng til að stunda við hann kyn­mök með blekk­ing­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka