Að synda eða sökkva

Dr. Anh-Ðào Katrín Trâ`n.
Dr. Anh-Ðào Katrín Trâ`n. Rax / Ragnar Axelsson

„Mark­miðið hlýt­ur að vera að fá börn og ung­menni af er­lend­um upp­runa til að aðlag­ast ís­lensku þjóðfé­lagi og mennta sig en því miður er niðurstaða mín sú að skól­arn­ir hafi ekki nægi­lega mikla mögu­leika til að upp­fylla það. Annaðhvort passa krakk­arn­ir inn í skól­ana eða ekki. Og geri þeir það ekki flosna þeir upp úr námi.“

Þetta seg­ir Anh-Ðào Katrín Trân sem varði doktors­rit­gerð sína í menntavís­ind­um við Há­skóla Íslands í vik­unni, en viðfangs­efnið er staða nem­enda af víet­nömsk­um upp­runa í ís­lenska fram­halds­skóla­kerf­inu. Anh-Ðào er fædd í Víet­nam en hef­ur búið á Íslandi í 31 ár.

„Íslenska er mjög fram­andi tungu­mál og erfið að læra, sér­stak­lega fyr­ir þá sem kunna ekk­ert vest­rænt tungu­mál. Þetta ger­ir mörg­um krökk­um af asísk­um upp­runa mjög erfitt fyr­ir og skól­arn­ir þurfa fyr­ir vikið að koma til móts við þá. Þess­ir krakk­ar trana sér ógjarn­an fram sjálf­ir. Þegar þeir koma inn í tíma þar sem kennt er á ís­lensku snýst málið um að synda eða sökkva,“ held­ur hún áfram.

Anh-Ðào bros­ir þegar spurt er hvernig sé að vera út­lend­ing­ur á Íslandi. „Að lang­mestu leyti er það mjög fínt. Nærum­hverfið slær skjald­borg um mann, það er að segja fjöl­skylda, vin­ir og vinnu­fé­lag­ar. Inn­an um þetta fólk finn­ur maður ekki fyr­ir því að vera af er­lendu bergi brot­in. Öðru máli gegn­ir þegar maður stíg­ur út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann. Þá get­ur verið von á ýmsu.“

Beðin að út­skýra þetta nán­ar svar­ar Anh-Ðào: „Það eru for­dóm­ar á Íslandi, við skul­um hafa það al­veg á hreinu. Ég er ekk­ert feim­in við að tala um það. Án umræðu get­um við ekki gert okk­ur von­ir um að upp­ræta for­dóm­ana. Ég fæ gjarn­an annað viðmót hjá fólki sem þekk­ir mig ekki.“

Nán­ar er rætt við Anh-Ðào í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka