„Þetta var mikið ástand“

Starfsmenn Vegagerðarinnar eru í bænum.
Starfsmenn Vegagerðarinnar eru í bænum. Ljósmynd/Hilmar G. Gunnarsson

„Ástandið í bænum er stöðugt en það hætti að rigna upp úr miðnætti og við erum að meta aðstæður og sjá hvað þarf að gera í dag,“ segir Birgir Ingimarsson, bæjarverkstjóri á Siglufirði, við mbl.is.

Mikil rigning var á Siglufirði í gær og féllu nokkrar skriður, á fór úr farvegi sínum og flæddi um bæinn og margir kjallarar eru fullir af vatni. „Hvanneyrarárin ruddi sér fram og elstu menn muna ekki eftir því að hafa séð hana svona, þannig að þetta var mikið ástand. Hún fór úr farvegi og flæddi niður í miðbæ og olli gríðarlegu tjóni.“

Birgir segir að unnið sé að því að dæla vatni úr kjöllurum. „Það er búið að dæla úr flestum en sú vinna klárast snemma í dag. Á sumum stöðum er metri af vatni og tjónið er því mikið.“

Hann segir að skriðurnar sem féllu í óveðrinu í gær geri það að verkum að leiðin út úr bænum í gegnum Strákagöng séu lokuð. „Það er mikið verk eftir hjá Vegagerðinni að moka skriðunum burt þar. Þeir eru komnir með stórvirkar vinnuvélar og verða sennilega einhverja daga að hreinsa þessar skriður í burtu. Þetta er svo mikið af drullu og grjóti sem er á veginum. Vegurinn er lokaður í þá áttina og verður það í næstu daga.“

Birgir bætir við að Héðinsfjarðargöng séu að sanna gildi sitt betur og betur, án þeirra væru bæjarbúar innilokaðir.

Tveir vegir, Hólavegur og Fossvegur, fóru í sundur og Birgir segir að það þurfi að meta aðstæður þar. „Það er samt gott að allar lagnir í vegunum hanga þannig að nyrsti kafli bæjarins fór ekkert úr sambandi við þetta.“

Eins og kom fram í frétt mbl.is í gærkvöldi hefur Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra óskað eft­ir því að kallaður verði sam­an hóp­ur ráðuneyt­is­stjóra og full­trúa viðeig­andi stofn­anna til að fara yfir þá stöðu sem skap­ast hef­ur á Sigluf­irði og Ólafs­firði vegna óvenju mik­ill­ar rign­ing­ar und­an­farna daga. Birgir hafði ekkert heyrt um slíkt. „Ég heyrði bara af því í fréttunum í morgun.“

Það var allt á floti í gær.
Það var allt á floti í gær. Ljósmynd/Þórir Kristinn Þórisson
Það var allt á floti í Siglufirði í gær.
Það var allt á floti í Siglufirði í gær.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert