„Þurfum fyrst og fremst að meta tjónið“

Mikið tjón varð vegna rigningarinnar.
Mikið tjón varð vegna rigningarinnar. Ljósmynd/Þórir Kristinn Þórisson

Viðbragðshópur vegna óveðursins á Sigluf­irði og Ólafs­firði hittist í hádeginu. „Þar var farið yfir þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til og áframhaldið metið,“ segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, við mbl.is.

Ljóst er að viðlagatrygging mun bæta stærstan hluta tjónsins en skoðað verður hvort og hvernig sé hægt að bæta tjón sem falli utan viðlagatryggingar vegna rigningarinnar. Forstjóri Viðlagatryggingar fór norður í gær til að meta aðstæður.

„Þarna funduðu fulltrúar forsætis-, fjármála-, innanríkis- og umhverfisráðuneytis. Ætlunin er að hópurinn hittist aftur á mánudag og þangað til verður unnið að gagnaöflun og slíku í samráði við heimamenn.“

Sigurður segir að fólk sé ekki í hættu, enda hafi veðrið gengið niður. „Það er engin bráðahætta en við þurfum fyrst og fremst að meta tjónið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert