Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún ætlaði sér að sækjast eftir áframhaldandi setu í stóli varaformanns Sjálfstæðisflokksins.
Hún sagði að vissulega væri staða hennar í stjórnmálum breytt, en sagðist hafa átt góðri lukku að stýra í kosningum innan Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sagði í sömu frétt Stöðvar 2 að hann hefði átt gott samstarf við Hönnu Birnu í störfum fyrir flokkinn.