Nýjar merkingar eftir banaslysið

Við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi.
Við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. mbl.is/Ómar

Rekstraraðilar við Jökulsárlón hafa komið upp nýjum varúðarskiltum og girt af það svæði sem hjólabátum er jafnan ekið á milli þjónustumiðstöðvar og lónsins sjálfs.

Síðastliðinn fimmtudag varð banaslys við lónið þegar erlend kona á sextugsaldri varð fyrir einum bátanna, en athafnasvæði þeirra var ekki afgirt þegar slysið varð. Var konan á ferðalagi um landið ásamt fjölskyldu sinni.

Að sögn Katrínar Óskar Ásgeirsdóttir, rekstrarstjóra Jökulsárlóns ehf. sem heldur úti bátsferðum á svæðinu, voru öryggisreglur fyrirtækisins skoðaðar eftir slysið og svæðið afgirt strax daginn eftir, til að takmarka hættu sem gæti skapast fyrir gesti lónsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka