Siglufjarðarvegur er lokaður vestan við Strákagöng vegna skriðufalla.
Í dag, frá kl. 9.00 til 12.00, verður unnið við malbikun frá Vífilsstaðarvegi, Garðatorgi að Hagkaup. Búast má við umferðartöfum á meðan á vinnu stendur.
Í dag, frá kl. 12.00 til 19.00, verður unnið við malbikun á Reykjavíkurvegi, frá gatnamótum í Engidal að gatnamótum við Flatahrun/Hraunbrún. Búast má við umferðartöfum á meðan á vinnu stendur.
Frá kl. 8.00 og fram eftir degi verður unnið við malbikun á Hringvegi 1, Hafnarmelum við Hafnarfjall. Búast má við umferðartöfum á meðan á vinnu stendur.