Þau þrjú fyrirtæki sem mest fengu í úthlutun Fiskistofu á aflamarki í gær fengu samanlagt um 21,5% heildarmagnsins.
Fyrirtækin eru HB Grandi, Samherji og Þorbjörn hf.
Fimmtíu stærstu fyrirtækin fengu úthlutað sem nemur 86% af heildaraflamarki sem úthlutað var, en útgerðunum í heild fækkaði um 40 frá síðasta fiskveiðiári. Mestan afla einstakra skipa fékk Kaldbakur EA 1, að því er fram kemur í umfjöllun um úthlutunina í Morgunblaðinu í dag.