Fjögur vilja stjórnarformanninn

Óttar Proppé alþingismaður.
Óttar Proppé alþingismaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjögur framboð liggja fyrir vegna kosningar stjórnarformanns Bjartrar framtíðar sem fram fer á ársfundi flokksins sem fram fer í Reykjanesbæ á morgun. Frambjóðendurnir eru Guðlaug Kristjánsdóttir, Matthías Freyr Matthíasson, Preben Pétursson og Brynhildur S. Björnsdóttir.

Karólína Helga Símonardóttir hafði áður tilkynnt framboð til stjórnarformanns en dró það til baka í gær að sögn Valgerðar Bjarkar Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Bjartrar framtíðar. Enn er hins vegar aðeins eitt framboð komið fram vegna formennskunnar í flokknum en það er frá Óttarri Proppé alþingismanni.

Framboðsfrestur er til klukkan 11:00 á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert