Brynhildur nýr stjórnarformaður

Brynhildur S. Björnsdóttir stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.
Brynhildur S. Björnsdóttir stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.

Bryn­hild­ur S. Björns­dótt­ir hef­ur verið kjör­in nýr stjórn­ar­formaður Bjartr­ar framtíðar. Hún er varaþingmaður flokks­ins og starfaði sem gjald­keri flokks­ins á liðnu ári. Bryn­hild­ur hlaut meiri­hluta at­kvæða í fyrri um­ferð kjörs­ins eða 61% at­kvæða og því þurfti ekki að kjósa í síðara skiptið. Sam­tals greiddu 122 at­kvæði.

Fjór­ir voru í fram­boði en niður­stöður at­kvæðagreiðslunn­ar voru eft­ir­far­andi:

Bryn­hild­ur S. Björns­dótt­ir - 75 at­kvæði

Guðlaug Kristjáns­dótt­ir - 35 at­kvæði

Pre­ben Pét­urs­son - 8 at­kvæði

Matth­ías Freyr Matth­ías­son - 3 at­kvæði

Auðir seðlar - 1 at­kvæði

Í ræðu sinni að kjöri loknu sagði Bryn­hild­ur S. Björns­dótt­ir að verk væri að vinna og að hún hlakkaði mikið til þess að vinna það með Ótt­arri Proppé en hann er ný­kjör­inn formaður Bjartr­ar framtíðar.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Bryn­hild­ur að flokk­ur­inn, sem standi henni svo nærri, eigi mikið inni. „Við erum að vaxa og þrosk­ast, ég held að við Ótt­arr verðum frá­bært teymi,“ seg­ir Bryn­hild­ur. Hún seg­ir að sitt fyrsta verk sem stjórn­ar­formaður verði að tala við fólk.  

„Það er al­veg ljóst að skila­boðin okk­ar eru ekki að ná í gegn, fólk annað hvort skil­ur þau ekki eða heyr­ir þau ekki og það er bara verk­efni til að vinna,“ seg­ir Bryn­hild­ur og tek­ur fram að flokk­ur­inn hafi ef til vill ekki verið nógu dug­leg­ur við að segja frá því sem hann hef­ur gert, hvorki í sveit­ar­stjórn­um né í lands­mál­un­um. Nú þurfi mark­visst að segja frá því gagni sem flokk­ur­inn hef­ur gert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert