Brynhildur nýr þingflokksformaður

Brynhildur Pétursdóttir er nýr þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar.
Brynhildur Pétursdóttir er nýr þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar. Ljósmynd/Hordur Sveinsson

Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar Framtíðar, hefur tekið við þingflokksformennsku hjá flokknum. Þetta tilkynnti Róbert Marshall, fráfarandi þingflokksformaður, á ársfundi flokksins nú í dag. 

Brynhildur hefur setið á þingi frá því árið 2013 og var áður varaþingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, hún er innanhúshönnuður að mennt. Brynhildur hafði áður sagt að hún íhugaði að gefa kost á sér í forystusveit flokksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka