Leikkonan, leikstjórinn og leikskáldið Brynhildur Guðjónsdóttir hefur selt réttinn að einþáttungi sínum Brák til Dramaten, Konunglega leikhússins í Stokkhólmi.
Brák verður sett upp þar leikárið 2016-17.
„Þetta er saga sem á klárlega erindi við fleiri en okkur,“ segir hún í viðtali um þetta efni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem út kom í dag.