Óháð úttekt til að skapa sátt

Útlit er fyr­ir að frum­varp um stjórn fisk­veiða verði ekki lagt fram á Alþingi í bráð, en frum­varpið er ekki að finna á þing­mála­lista sem lagður hef­ur verið fram fyr­ir kom­andi þing.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag, að ekki sé samstaða á milli flokka á Alþingi til þess að klára málið.

Tel­ur hann að óháð út­tekt ut­anaðkom­andi aðila á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu þurfi að koma til svo að hægt sé að skapa sátt um ákveðin grunn­atriði fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins. Að sögn Sig­urðar myndi slík út­tekt varpa ljósi á það fyr­ir hvað fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið standi og galla þess, og færa umræðuna um kerfið í heild sinni á mál­efna­leg­an grund­völl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka