Óttarr sjálfkjörinn formaður

Óttar Proppé alþingismaður.
Óttar Proppé alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ótt­arr Proppé alþing­ismaður verður sjálf­kjör­inn formaður Bjartr­ar framtíðar á árs­fundi flokks­ins sem nú stend­ur yfir á Ásbrú í Reykja­nes­bæ en eng­inn ann­ar til­kynnti fram­boð áður en frest­ur til þess rann út klukk­an 11:00.

Fjög­ur fram­boð liggja hins veg­ar fyr­ir vegna kosn­ing­ar stjórn­ar­for­manns Bjartr­ar framtíðar. Fram­bjóðend­urn­ir eru Guðlaug Kristjáns­dótt­ir, Matth­ías Freyr Matth­ías­son, Pre­ben Pét­urs­son og Bryn­hild­ur S. Björns­dótt­ir. Til­kynnt verður um niður­stöður stjórn­ar­for­manns­kjörs­ins rétt fyr­ir klukk­an 17:00 í dag en kosn­ing­in fer fram ra­f­rænt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka