22,9 stig á Seyðisfirði

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þessi hiti á Seyðisfirði hefur alveg jafnað hæsta hita ársins til þessa,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is en 22,9 stiga hiti mældist á Seyðisfirði í dag. Verulegur hiti var einnig víða á Austfjörðum og þannig voru 22,8 stig á Hallormsstað.

„Það var varla ský að sjá, næstum 23 stiga hiti og hægur vindur. Þetta er bara Spánarveður. Við erum nokkuð bjartsýn á að þetta verði svona líka á morgun enda er hlýtt loft yfir okkur,“ segir Birta. Hins vegar sé útlit fyrir það að fyrsta alvöru haustlægðin gangi yfir landið á þriðjudaginn og önnur á miðvikudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert