Vilja efla samstarf

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Robert O. Work varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Robert O. Work varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Robert O. Work varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna áttu í morgun fund, en Work er staddur hér á landi í stuttri heimsókn. Hann heimsækir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli áður en hann heldur af landi brott. 

Á fundinum ræddu ráðherrarnir tvíhliða öryggis- og varnarmálasamstarf Íslands og Bandaríkjanna sem gagnkvæmur áhugi er á að efla frekar, segir í fréttatilkynningu.

Þá ræddu ráðherrarnir málefni norðurslóða, en Bandaríkin gegna formennsku í Norðurskautsráðinu næstu tvö árin. Gunnar Bragi reifaði yfirstandandi vinnu stjórnvalda við hugsanlega viðbragðs- og björgunarmiðstöð á Íslandi og sagði norðurslóðir vera kjarnamál í utanríkisstefnu Íslands. Málefni Úkraínu og samskiptin við Rússland voru ennfremur til umræðu, sem og staða mála við botn Miðjarðarhafs og straumur flóttamanna til Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka