Rannsókn á máli manns sem er grunaður um að hafa smitað konur hér á landi af HIV er langt komin. Enn er beðið eftir gögnum frá útlöndum vegna málsins. Maðurinn var látinn laus úr gæsluvarðhaldi 19. ágúst en úrskurðaður í fjögurra vikna farbann.
Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns og yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stendur rannsókn málsins enn yfir og er lítið hægt að segja um framgang hennar að svo stöddu.