Stormur og mikil úrkoma í nótt

Vindaspáin á landinu á míðnætti.
Vindaspáin á landinu á míðnætti. mynd/Veðurstofa Íslands

Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun vegna mikillar úrkomu á sunnanverðu landinu fram á fimmtudag. Spáð er stormi (meira en 20 m/s) á Suður- og Vesturlandi fram á morguninn, með mjög snörpum vindhviðum við fjöll.

Þá má búast við vexti í ám á Suður- og Vesturlandi fram á fimmtudag með aukinni hættu á skriðuföllum.

Sem dæmi er spáð er 120 mm úrkomu á Mýrdalsjökli á 12 klukkustundum frá kl. 18:00 á miðvikudag til kl. 06:00 að morgni fimmtudags.

Nánar á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert