Reykjavík eignast hluta úr Berlínarmúrnum

Ferðamenn við minnisvarða um Berlínarmúrinn við Bernauer Strasse.
Ferðamenn við minnisvarða um Berlínarmúrinn við Bernauer Strasse. AFP

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að þiggja boð listamiðstöðvarinnar New West Berlin um taka við hluta úr Berlínarmúrnum til eignar og varanlegrar uppsetningar í Reykjavíkurborg.

 Staðgengill borgarstjóra lagði fram tillögu þess efnis, en hún er svohljóðandi:

„Borgarstjóra barst bréf, dags. 6. maí sl., með boði frá listamiðstöðinni Neu West Berlin í Berlín um að taka við hluta úr Berlínarmúrnum til eignar og varanlegrar uppsetningar í Reykjavíkurborg. Lagt er til að gjöfin verði þegin. Kostnaður er áætlaður 1,5 m.kr. og greiðist af kostnaðarstað 3104. Verkefnið mun rúmast innan gildandi fjárfestingaáætlunar. Málinu vísað áfram til vinnslu menningar- og ferðamálasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs.“

Sem fyrr segir, var tillagan samþykkt í borgarráði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert