Dekkjakurl enn í notkun

Börn að leik á gervigrasvelli.
Börn að leik á gervigrasvelli. mbl.is/Golli

Umræða um dekkjakurl á gervigrasvöllum fór af stað nýlega á samfélagsmiðlum og var vitnað í grein sem Þórarinn Guðnason læknir skrifaði í Læknablaðið árið 2010.

Hann sagði að í dekkjakurlinu væru krabbameinsvaldandi efni og vildi það burt. Nú, fimm árum síðar, er staðan nánast óbreytt, en íslenskir fótboltavellir eru í 80% tilfella þaktir dekkjakurli.

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er farið ítarlega í málið og rætt við sérfræðinga og framkvæmdastjóra íþróttafélaga. Dýrt reynist að skipta því út en ljóst er að það verður ekki notað í framtíðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert