Ferðamaður fannst látinn

mbl.is

Björgunarsveitir fundu síðdegis í dag lík erlends karlmanns sem leitað hafði verið að við Seyðisfjörð. Ekkert hafði spurst til mannsins síðan á þriðjudag en leit að manninum hófst eftir hádegi í dag. Rúmlega 60 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi, að maðurinn hafi fundist seinnipartinn í fjalllendi við Seyðisfjörð. Hann var úrskurðaður látinn.

„Við framkvæmd þessarar leitar komu björgunarsveitir af Austurlandi auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki er hægt að veita meiri upplýsingar um málið að svo stöddu, þar sem verið er að koma upplýsingum til aðstandenda,“ segir í tilkynningunni. 

Manns leitað í Seyðisfirði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert