Inga valin úr hópi 119 umsækjenda

Inga Birna Erlingsdóttir hóf keppni í dag.
Inga Birna Erlingsdóttir hóf keppni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Inga Birna Erlingsdóttir sem starfar sem lögreglukona í umferðardeild hóf í dag keppni í GS Female Trophy mótorhjólakeppninni á vegum BMW sem fram fer í Suður-Afríku. Keppnin er haldin annað hvert ár um allan heim. Hvert land hefur forkeppni fyrir keppnina í sínu landi og senda lið í þriggja manna mótið. Í ár ákvað BMW að setja saman alþjóðlegt kvennalið sem mun svo fara og keppa við karlana í aðalkeppninni. 

Inga Birna Erlingsdóttir.
Inga Birna Erlingsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Inga Birna var valin úr hópi 119 umsækjenda frá 28 löndum til að taka þátt í 10 kvenna úrtaki þar sem keppt er um þrjú pláss í liði BMW. Undan keppnin hófst í dag í Suður-Afríku en aðalkeppnin verður haldin í Tælandi í byrjun árs 2016.

mbl.is leit við á æfingu hjá Ingu Birnu er hún undirbjó sig fyrir Suður-Afríku. 

Í maí mánuði varð Inga Birna fyrsta konan í umferðardeild lögreglunnar í sjö ár og þar með sjöunda konan í deildinni frá upphafi. 

Frétt mbl.is - Í afreksúrtaki mótorhjólakvenna

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Ingu Birnu á Facebook-síðu hennar og á blogginu My Ride My life My GS. 

Inga Birna Erlingsdóttir.
Inga Birna Erlingsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert