Manns leitað í Seyðisfirði

Horft yfir Seyðisfjörð.
Horft yfir Seyðisfjörð. mbl.is/Sigurður Bogi

Björgunarsveitir á Austurlandi, allt frá Djúpavogi að Vopnafirði hafa verið kallaðar út til leitar að erlendum manni sem ekkert hefur spurst til síðan á þriðjudag. Leitin beinist að botni Seyðisfjarðar og fjöllum þar í kring en bíll mannsins hefur staðið við Fjarðarselsvirkjun undanfarna daga.

Gönguhópar frá björgunarsveitum eru að tínast á svæðið og munu leita svæðið upp frá botni fjarðarins. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið austur til leitar og flytur með sér sporhundateymi björgunarsveita í höfuðborginni auk þess sem  leitarhundar björgunarsveita á Austurlandi verða notaðir, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert