Erlendi ferðamaðurinn sem fannst látinn við Seyðisfjörð í gær var frá Sviss. Björgunarsveitir fundu manninn við Ytri-Hádegisá á sunnanverðum Seyðisfirði um sexleytið í gær. Leit hófst eftir hádegi eftir að lögreglan hafði fengið ábendingar frá fjölskyldu mannsins í Sviss um að hann væri týndur.
Bíll mannsins hafði staðið á bílastæði við Fjarðarselsvirkjun í einhverja daga og því miðaðist leitin út frá því svæði.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum er maðurinn vanur göngumaður og var í gönguferð á Íslandi. Talið er að hann hafi fallið í klettabelti.
Frétt mbl.is - Ferðamaður fannst látinn