Schengen-samstarfið „í molum“

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þar sem ekki tekst lengur að verja ytri landamæri Schengen-svæðisins er samstarfið undir merkjum þess í molum. Þetta krefst aukins eftirlits á landamærum hér eins og annars staðar.“

Þetta segir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á vefsíðu sinni í dag. Vísar hann þar til flóttamannastraumsins inn fyrir landamæri Ungverjalands, sem á aðild að Schengen-svæðinu, og þaðan meðal annars til Austurríkis, Þýskalands, Danmerkur og Svíþjóðar. Samstarfið snýst um að hefðbundið landamæraeftirlit er fellt niður á milli aðildarríkja þess gegn því að gæsla á ytri mörkum svæðisins sé eflt en ytri mörk þess liggja að hluta um Ungverjaland.

„Miklar umræður fara fram um framtíð Schengen-samstarfsins. Tómlæti gagnvart þróuninni er varasöm en um árabil hefur enginn sérstakur fulltrúi íslenskrar löggæslu starfað í sendiráði Íslands í Brussel. Sérþekking á Schengen-málefnum skiptir sköpum við gæslu íslenskra hagsmuna á þessu mikilvæga sviði.“

Frétt mbl.is: „Allt að leysast upp í vitleysu“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka