Vilja persónukjör í kosningum

Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sex stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til Alþingis um persónukjör. Þannig hafi kjósendur þrjá möguleika til að nýta atkvæði sitt í kjörklefanum. Merkja við óbreytta röð á lista, velja einn frambjóðanda eða velja nokkra sem atkvæði hans skiptist þar með niður á.

Fyrsti flutningsmaður er Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en aðrir flutningsmenn eru Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.

Frumvarpið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert