Alvarlegt umferðarslys

mbl.is/Hjörtur

Alvarlegt umferðarslys varð fyrir stundu á Suðurlandsvegi austan Hjörleifshöfða, milli Blautukvíslar og Skálmar. Um er að ræða erlenda ferðamenn og eru meiðsli metin alvarleg. 

Lögregla hefur lokað Suðurlandsvegi á þessum kafla til að tryggja öryggi viðbragðsaðila á vettvangi sem og rannsóknarhagsmuna. Ekki er vitað á þessu stigi hve lengi lokunin varir að sögn lögreglu.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna biðlund og tillitssemi gagnvart viðbragðsaðilum á vettvangi.

Frekari upplýsingar eru ekki veittar að svo stöddu.

Uppfært 15:08

Opnað hefur verið fyrir umferð um Suðurlandsveg að nýju. Fimm slösuðust í slysinu og voru þrír sendir með þyrlum. 

Frétt mbl.is: Fimm slasaðir eftir bílveltu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert