Inga Birna tók fimmta sætið

Inga Birna varð fyrsta konan í mótórhjóladeild lögreglunnar í níu …
Inga Birna varð fyrsta konan í mótórhjóladeild lögreglunnar í níu ár fyrr í vor. mbl.is/ Árni Sæberg

Lögreglukonan og mótórhjólakempan Inga Birna Erlingsdóttir endaði í fimmta sæti af tíu í úrtakskeppni mótorhjólakvenna um að komast í fyrsta kvennalið GS bikars BMW. Endaði Inga aðeins 200 sekúndum á eftir fjórða sætinu en efstu þrír keppendurnir komust inn í liðið.

Hún greinir frá þessu á Facebook hópnum MyRide MyLife MyGS þar sem hún hefur deilt fréttum af keppninni síðustu daga frá Suður-Afríku.

„Mér var sagt af stjórnendum og stofnendum GS trophy keppninnar að ég væri frábær hjólakona með meðfædda hæfileika og ætti eftir að ná langt,“ skrifar Inga á Facebook og bætir því við að hún hafi fengið sérstakt leyfi til þess að taka þátt í næsta úrtaksmóti með Bretlandi eftir tvö ár, en slík mót eru ekki haldin á Íslandi.

„Að sjálfsögðu var ég vonsvikin þegar ekki vel gekk og þarna hefði komið sér vel að kunna slökun. Stress getur komið manni úr jafnvægi og gerði það nokkrum sinnum. Æfingar sem venjulega reyndust mér auðveldar urðu mun erfiðari undir pressu. Mistök eru til þess að læra af þeim og eg kem heim með fulla ferðatösku af lærdómi,“ skrifar Inga.

Hún kveðst hafa eignast fullt af nýjum vinum og segir vinskapinn og stuðninginn sem keppendurnir veittu hvor öðrum hafa staðið upp úr. Þær hafi hvatt hvor aðra áfram til enda og allar grátið saman þegar hinni andlegu líkamlegu rússíbanareið lauk.

„Þetta mikla ævintýri og áskorun sem ég var að klára hefur nú þegar opnað fyrir mér ný tækifæri sem ég hefði aldrei einu sinni dreymt um. Þar má t.d. nefna að blaðamaður fyrir stórt þýskt mótorhjóla tímarit ætlar að koma til Íslands næsta sumar og skrifa um mig grein i blaðið ásamt fleiri skemmtilegum hlutum sem munu gerast næstu ár.“

Frétt­ir mbl.is:

Inga val­in úr hópi 119 um­sækj­enda

Hörku­kona á 236 kg mótor­hjóli

Í af­reksúr­taki mótor­hjóla­kvenna

Inga Birna í fimmta sæti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert